Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2007 | 10:37
Powerpoint verkefnið !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 12:40
Hin eina sanna lausn !
Jú góðann daginn ! :)
Enn eitt verkefnið í UTN :)
Hver í þessu landi hefur ekki gagnrýnt innflytjendur og þá sérstaklega pólverja og asíubúa ?
Ég vil segja mína skoðun á þessu máli ..
Það eina sem ég hef heyrt er neikvætt, það að innflytjendur séu að stela af okkur vinnu og blablabla. En raunin er sú að við nennum ekki sjálf að vinna vinnuna okkar ! Nú hef ég unnið sjálf í láglaunastörfum og svokölluðum skítadjobbum síðan ég fór út á vinnumarkaðinn 12 ára gömul, og það eina sem ég hef lært í gegnum það er að útlendingar eru mjög öflugir í vinnu, mæta vel, standa sig vel og gera ekkert nema vinna fyrir laununum sínum og á meðan sitjum við íslendingarnir á rassgatinu gapandi yfir því hvað þeir eru duglegir. Það er mikið talað um þetta í vinnunni minni þar sem fullt er af bæði útlendingum og íslendingum, það hefur aldrei verið eitt einasta atvik þar sem útlendingurinn stendur sig illa en aftur á móti er þessi endalausa mannekla á gott starfsfólk sem er íslenskt þar sem eru ekkert nema fávitar og aumingjar að vinna með mér. Réttast væri að borga íslenskunámskeið á alla útlendingana og sparka fast í rassgatið á íslendingunum.
Pabbi hefur verið mjög gagnrýninn á þetta og finnst þetta út í hött að vera að bjóða fólki frá öðrum löndum vinnuna okkar, en ég sé ekki alveg hvað er að þessu. Þannig að lausnin er sú að bjóða eins mikið að útlendingum vinnu hérna, sjá svo um fyrirtækin og þeir vinna fyrir okkur :D
Adios !
Birta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 10:34
Fyrsta bloggið !
Fyrsta bloggið, alltaf skemmtilegt.
Þessi blog síða var gerð í utn og fylgja henni þá viss verkefni. Fyrsta var að koma þessari síðu í gang og núna er það að skrifa þessa færslu sem inniheldur ýmislegt.
- Það sem pirrar mig mest er þegar kveikt eru ljósin þegar ég er sofandi.
- Það væri sniðugt ef til væri nóg af peningum út um allan heim.
- Af hverju er ekki boðið uppá fríar tölvur í skóla ?
-Birta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)